Augnháralenginga Námskeið Nærveru
Fyrsta skrefið að nýjum tækifærum í faglegri og skapandi starfsgrein.
Námskeiðin eru 4 vikur, tvö kvöld í viku í 3-4 klst í senn.
Þetta er fullkomið námskeið fyrir konur sem vilja læra augnháralengingar frá grunni í öruggu og faglegu umhverfi.
Öll kennsla fer fram í eigin persónu, í litlum hópum með einstaklingsmiðaðri leiðsögn.
Fagleg leiðsögn frá reyndum sérfræðingum
Leiðbeinendur námskeiðsins eru Ragga og Íris – tvær fagkonur sem vita nákvæmlega hvað þarf til að ná árangri í augnháralengingum. Báðar hafa þær brennandi ástríðu fyrir faginu og áraraða reynslu að baki.
-
Ragga er snyrtifræðingur að mennt og hefur yfir 20 ára reynslu í snyrtigeiranum. Hún hefur helgað síðustu 11 árum fullkomnun í augnháralengingum.
-
Íris er kennari að mennt og hefur sérhæft sig í augnháralengingum í yfir 5 ár. Hún bætir við nútímalegri nálgun, nýjustu tækni og skemmtilegu flæði í kennsluna.
Þær sameina reynslu og ástríðu – og kenna af heilindum, svo hver nemandi fái sem mest út úr námskeiðinu. Saman tryggja þær að þú fáir bæði dýpt og fjölbreytileika í kennslu – með skýrum verkferlum, raunverulegum dæmum og stuðningi allan tímann
Innifalið í námskeiðinu:
-
Ítarleg, hagnýt kennsla í persónu
-
Handbók með skref-fyrir-skref leiðbeiningum
-
Vottorð við útskrift (prentað)
-
Aðgangur að stuðningi eftir námskeið
Ýttu hér til þess að sjá umsagnir um námskeiðin okkar!
Ýttu hér til að skoða pakkana sem eru í boði:
Heildarverð námskeiðsins:
250.000 kr + Vörupakki
Val um faglegan vörupakka (frá 40.000 kr og upp)
-
Skráningargjaldið (25.000 kr) dregst að fullu frá heildarverðinu
-
Nemendur velja og greiða fyrir vörupakka sérstaklega
Um skráningargjaldið:
-
Tryggir þér pláss á námskeiðinu
-
Er óendurkræft ef hætt er við
-
Dregst að fullu frá námskeiðsgjaldinu
💳 Greiðslumöguleikar:
-
Hægt er að dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði með Pei
-
Margir geta einnig sótt um styrk frá stéttarfélagi eða starfsmenntasjóði – við mælum með að kanna þau tækifæri
SKRÁ MIG Á NÁMSKEIÐ Í JANÚAR 2026!!
Fyrir nánari upplýsingar um námskeiðin er hægt að hafa samband í:
Síma: 690-5678
Netfang: namskeid@naervera.is